Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafn Reykjavíkur: Leiðsögn listamanns í Hafnarhúsi

$
0
0

Leiðsögn listamanns: Una Björg Magnúsdóttir
Fimmtudag 5. mars kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Una Björg Magnúsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund í Listasafni Reykjavíkur – D-sal Hafnarhúss, fimmtudaginn 5. mars kl. 20.00.

Una Björg Magnúsdóttir er 40. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Una Björg er fædd árið 1990 og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist 2018.

Una Björg vinnur aðallega með skúlptúr. Hún finnur verkum sínum farveg í ýmsum munum og uppstillingum sem eru í raun sviðsetning fyrir verkin sjálf. Verkin eru oft hreyfanleg og/eða gefa frá sér hljóð. Þannig eru verkin kunnugleg en ögra á sama tíma ályktun áhorfandans.

Una Björg hefur tekið þátt í sýningum erlendis og hér heima, af nýlegum sýningum hennar má nefna Royal#1 í Royal-verksmiðjunni á Nýlendugötu 21 ásamt Ívari Glóa Gunnarssyni, Mótun/Formation í i8 og Hátt og lágt í Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn.

Una Björg Magnúsdóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur

The post Listasafn Reykjavíkur: Leiðsögn listamanns í Hafnarhúsi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356