Vetrarfrí grunnskólanna á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni – 28. febrúar til 2. mars 2020
Vídeólist í spjaldtölvum – námskeið fyrir 6-9 ára
Föstudag 28. febrúar og mánudag 2. mars fer fram örnámskeið fyrir 6-9 ára börn á Kjarvalsstöðum. Á námskeiðinu verða listaverk safnsins skoðuð út frá sjónahorni barna og upplifun þeirra. Þátttakendur nota spjaldtölvur til að skrásetja upplifun sína og hvernig litir ljós og sjónræn upplifun hefur áhrif á ímyndunaraflið.
Leiðbeinandi er Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður. Björk er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ og meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ. Björk starfar bæði sem listamaður og listkennari.
Skráning nauðsynleg – takmarkaður aðgangur.

Frítt er inn á Kjarvalsstaði fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríinu, dagana 28. febrúar til 2. mars. Þar standa yfir sýningarnar Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan.
Opið er í Ásmundarsafni frá kl. 13-17 og er frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríinu, dagana 28. febrúar til 2. mars. Þar stendur yfir Fjölskyldufebrúar – sérstök fjölskyldusýning á verkum Ásmundar Sveinssonar með skemmtilegum verkefnum, sögum og leikjum.
Nánari upplýsingar um námskeið veita
Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri miðlunar, s. 698 1998 ingibjorg.hannesdottir@reykjavik.is
Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður, s. 698 8224 bjorkviggos@gmail.com
The post Vetrarfrí grunnskólanna á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni appeared first on sím.