Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

í kring 07 x RÝMD – opening invitation

$
0
0

Sjönda sýning Í kring er samvinnuverkefni okkar og RÝMD, sem er stúdentagallerý hönnunar og myndlistarnema LHÍ. 
Fimmtán myndlistanemar úr hönnunar- og myndlistadeild sýna verk sín í bland við starfandi myndlistamenn.

Í kring 07 er deilt niður í þrjár sýningar sem standa yfir í tvær vikur í senn. Hver sýning hefst á leiðsögn kl 17 í Brautarholti 2 sem færir sig yfir á Kárastíg og lýkur í Ásmundarsal í léttum veitingum.

Sýning #01 opnar 14.febrúar :
freyjugata 41 – Sean O’Brien • Steinn Logi Björnsson
kárastígur 1 – Brák Jónsdóttir
brautarholt 2 – Guðrún Óskarsdóttir

Sýning #02 opnar 28.febrúar
freyjugata 41 – Sabine A. Fischer and Jana Jano
kárastígur 1 – Kristín Einarsdóttir and Rossana Silvia
brautarholt 2 – Berglind Ósk Hlynsdóttir

Sýning #03 opnar 13.mars
Arianda Garriga Ballarin • Shannon Calcott
Patricia Carolina • Sophie Durand
Þórunn Dís Halldorsdóttir

„Í kring” er samfelld sýningaröð sem nær allt árið um kring og sérhver sýning er á öllum þremur kaffihúsum í einu. Gestir eru hvattir til að fá sér lystigöngu um miðbæinn til að ná fyllilega utan um sýninguna og staldra við á sérhverjum sýningarstað til að nálgast heildarmynd af verkum listafólksins. Markmið okkar er að koma á framfæri íslensku jafnt sem erlendu listafólki af sem fjölbreyttasta tagi, allt frá þekktum nöfnum til eftirtektarverðra nýgræðinga.

Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík þróast í líflega mynd- og tónlistarsmiðju, sem stöðugur straumur fólks og hugmynda blæs lífi í og kyndir undir. Frá opnun fyrsta kaffihússins okkar á Kárastíg höfum við fylgst með þessari orku stigmagnast, þar sem hún flæðir gegnum dyrnar í kjölfarið á þeim dásamlega hópi listafólks sem sækir okkur heim.
Með sýningarverkefninu ,,Í kring’’ viljum við leggja samfélaginu lið sem hefur stutt okkur svo lengi.

RÝMD er sýningarrými stutt af Listaháskóla Íslands, staðsett í Breiðholti í húsnæði Nýlistasafnsins. Galleríið var stofnað árið 2017 og er rekið af núverandi nemendum skólans, en þar eru sýnd verk frá nemendum, bæði af íslenskum og erlendum uppruna sem stunda nám við skólann eða sambærilegum stofnunum. RÝMD er stökkpallur og hvatning fyrir rísandi listafólk til að setja upp verkin sín og halda sýningar, og með því að hafa aðgang að galleríinu geta nemendur farið skrefinu lengra í hugmyndavinnu sinni og sett upp sjálfstæð verkefni, eða undirstrikað verkefni unnin í skólanum. Galleríið er sérstaklega tileinkað nemendum og leggur áherslu á að styðja við feril þeirra og skólans.

The post í kring 07 x RÝMD – opening invitation appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356