Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík, Hornsílið, Grandagarður 8
Föstudagur 17. janúar kl. 09:00 – 15:00
Laugardagur 18. janúar kl. 09:00 – 12:00
Ljósmyndarýni verður haldin í fimmta skipti á Ljósmyndahátíð Íslands dagana 17. og 18. janúar 2020 og sem fyrr er þaðLjósmyndasafn Reykjavíkur (Borgarsögusafn) sem hefur veg og vanda af skipulagningu hennar.
Auk íslenskra sérfræðinga á sviði ljósmyndunar munu virtir erlendir rýnendur, sem ýmist eru sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjórar ljósmyndatímarita, veita íslenskum ljósmyndurum umsögn um verk þeirra. En þar á meðal má nefna þau Kristine Kern stjórnanda Fotografisk Center í Kaupmannahöfn, Dr. Moritz Neumüller stjórnanda ljósmyndadeildar IED Madrid og yfirsýningarstjóra Photobookweek í Árósum í Danmörku og Nela Eggenberger sem er listfræðingur og aðalritstjóri tímaritsins EIKON – International Magazine for Photography and Media Art staðsett í Vín í Austurríki.

Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari mætir með myndir sínar, á pappír eða á stafrænu formi og sýnir viðkomandi rýnanda. Markmiðið með henni er að útvíkka tengslanet milli ljósmyndara í öllum greinum og gefa þeim tækifæri til að fá ráðleggingar og endurgjöf um verk sín.
Styrkur úr minningasjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara
Þátttaka í rýninni getur fært ljósmyndurum ýmis tækifæri eins og boð á erlendar hátíðir og/eða sýningaþátttöku en einnig hlýtur einn heppinn þátttakandi 400.000 kr. styrk úr sjóði minningarsjóðs Magnúsar Ólafssonar (1862-1937). Eins og fyrr mun dómnefnd, sem samanstendur af öllum rýnendum, velja styrkþega úr hópi allra þátttakenda. Sjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar hér á landi og er tilgangur hans er að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein.
Fyrri styrkþegar á ljósmyndarýni:
2018 – Þorsteinn Cameron
2016 – Agnieszka Sosnowska 2014 – Bára Kristinsdóttir og Valdimar Thorlacius

The post Ljósmyndahátíð Íslands: ljósmyndarýni 17. – 18. janúar 2020 appeared first on sím.