Myndlistarmenn innan SÍM sem hafa áhuga á að eiga samtal við K. J. Baysa um feril sinn og myndlist sendi Vallý, skrifstofustjóra Sím, tölvupóst með ferilskrá og myndum af verkum fyrir 31. desember 2019. Vinsamlegast merkið fyrirsögn tölvupóstsins með: “samtal við K.J. Baysa”
Viðtalið er portfolio / möppuyfirferð og samtal á ensku og tekur um að hámarki 30 mínútur. Viðtölin fara fram í húsnæði SÍM að Hafnarstræti 16 í Reykjavík og er mikilvægt að viðmælendur mæti í eigin persónu.
K. J. Baysa, M.D. nam sýningarstjórnun hjá Whitney Museum í New York – Independent Study Program (ISP) og hefur skrifað árum saman fyrir AICA – Alþjóðasamtök listgagnrýnenda.

K.J. Baysa situr í stjórnum ýmissa myndlistasamtaka og hreyfinga. Má þar nefna Art Omi Art Residency and Sculpture Park í Colombia County N Y. Hann er einn stofnenda Hawai-i Biennale International. Hann er búsettur í Los Angeles.
The post Sýningarstjórinn Kóan Jeff Baysa býður félagsmönnum SÍM til viðtals dagana 13. – 15. janúar 2020 appeared first on sím.