Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

LÍFSVERK –Útgáfuhátíð og sýningaropnun í Skálholti

$
0
0

Þann 1. desember sl. kom út bókin LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar eftir Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur og um leið opnaði Guðrún samnefnda sýningu í Hallgrímskirkju.

Laugardaginn 14. desember kl. 14:00 verður útgáfunni fagnað í Skálholti.

Guðrún flytur erindi um hvað það var sem vakti áhuga hennar á sögu Ámunda Jónssonar en Arndís S. Árnadóttir, sem er höfundar sagnfræðilegrar rannsóknar bókarinnar segir frá því hvernig hún fór að því að rannsaka lífsferil alþýðumanns frá 18. öld. Að lokum opnar Guðrún sýningu á öllum þrjátíu vatnslitaverkum sínum úr bókinni en sýningin mun standa til loka janúar í skólahúsinu í Skálholti.

Dagskrá:

Kl. 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir – Af hverju Ámundi?

Kl. 14:30 Arndís S. Árnadóttir – Hvernig fer maður að því að rannsaka lífsferil alþýðumanns frá 18. öld ?

Kl. 15:00 Leitað að sögunni með pensli- Sýning opnuð á verkum Guðrúnar í bókinni.

Kl. 15:15 Kaffi í veitingastaðnum í skólanum

Ámundi Jónsson nefndur „snikkari“ fæddist í Vatnsdal undir Þríhyrning árið 1738 og ólst upp í Steinum undir Eyjafjöllum. Hann var síðast búsettur í Syðra-Langholti en hann keypti einmitt jörðina þegar Skálholt setti jarðir sínar á sölu árið 1792. Ýmislegt annað tengir hann við Skálholt. Hann byggði þrettán kirkjur á Suðurlandi og skreytti þær með skurðverki og máluðum gripum s.s. altaristöflum, predikunarstólum.

Útgefandi er LISTRÝMI

The post LÍFSVERK – Útgáfuhátíð og sýningaropnun í Skálholti appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356