Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Geimhliðstæða: Tunglið á jörðinni

$
0
0

Ný sýning og listamannsspjall í Ljósmyndasafni Reykjavíkur – Föstudaginn 15. nóv. kl. 12:10

Geimhliðsstæða: Tunglið á jörðinni er ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Í tilefni sýningarinnar verður boðið upp á listamannsspjall með Matthew Broadhead föstudaginn 15. nóvember kl. 12:10.

Í verkum sínum kannar Broadhead tengingar á milli jarðfræði, mannfræði, sögu og goðsagna. Sýningin fjallar um undirbúning fyrir mögulegar lendingar á tunglinu árin 1965 og 1967 þegar tveir vísindaleiðangrar voru farnir til Íslands á vegum NASA og Bandarísku jarðvísindastofnunarinnar. NASA taldi að á Íslandi væru „landssvæði sem líktust tunglinu líklega hvað mest“.

Til að meta hvort geimfararnir gætu framkvæmt tilraunir á tunglinu var leitað eftir hliðstæðum jarðsvæðum á jörðinni. Geimhliðstæða (space analogue) er orð sem NASA notar til að lýsa stöðum á jörðinni sem talið er að bjóði upp á aðstæður áþekkar þeim sem eru á öðrum himintunglum, þ.m.t. tunglinu og Mars, með tilliti til jarðfræði, umhverfis eða líffræðilegra þátta.

Broadhead ólst upp á Englandi og stundaði nám í ljósmyndun við háskólann í Brighton þaðan sem hann útskrifaðist með láði. Hann lauk fyrir stuttu meistaranámi við West of England háskólann í Bristol. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur hafa verk Broadheads verið sýnd víða og hann verið tilnefndur til fjölda verðlauna. Hann hefur borið sigur úr býtum hjá Photoworks, Magnum Photos Graduate Photographer og De Donkere Kamer # 31.

Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á http://matthewbroadhead.com/

Viðburðurinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. Sýningin er opin alla daga 14. nóvember 2019 – 3. febrúar 2020.

Viðburðurinn er hluti af Föstudagsfléttunni sem er viðburðaröð Borgarsögusafns þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við sýningar og starfsemi safnsins.

The post Geimhliðstæða: Tunglið á jörðinni appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356