Verið velkomin í geimstillingu, á samsýningu um framtíðarverundina og opnun Skynlistasafnsins, nýrrar tilraunavinnustofu í Þingholtunum.
Starfsemi Skynlistasafnsins tekur við af Ekkisens, sýningarýmis sem starfrækt var í sama húsnæði 2014-2015.
Opnunarathöfn fer fram á Bergstaðastræti 25B þann 9. nóvember 17:00-19:00, þar sem skoða má breytta innviði rýmisins, kynna sér nýju starfsemina í gegnum tilvistarseðil safnsins. Á sama tíma opnar einnig fyrsta sýning Skynlistasafnsins, samsýning á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina.

Johanne Christensen (DK) og Serena Swanson (UK) sýningarstýra sýningunni og listamenn sem eiga verk á henni eru Claire Paugam, Fritz Hendrik IV, Grzegorz Łoznikow, Hildur Ása Henrysdóttir, Kathy Clark, Páll Haukur Björnsson, Steingrímur Eyfjörð, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ámundason, Soa Penn og Þór Sigurþórsson.
Rými Skynlistasafnsins er skipt upp í þrjá mismunandi geima. Sýningargeim, samkomugeim og hugleiðslugeim. Tilraunakenndra viðburða má vænta á næstunni, sýningarstýrðra samsýninga sem og bæði efnisvana og áþreifanlegrar, listfengrar hversdagsþjónustu sem verður í boði eftir pöntun.
Safnstjóri Skynlistasafnsins er Freyja Eilíf
Meðhöfundur starfseminnar er fylgjuveran og lógósnákurinn ExxistenZ @

The post Skynlistasafnið opnar í Þingholtunum appeared first on sím.