Nú stendur yfir sýning Kristínar Pálmadóttur listamanns Menningarhátíðar Seltjarnarness í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi.
Kristín útskrifaðist árið 1994 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands með BA í grafík. Hún hefur frá árinu 2000 unnið með tækni þar sem hún tekur ljósmyndir og vinnur þær áram í grafíktækni. Einnig hefur hún samhliða unnið við olíumálun.
Þetta er níunda einkasýning Kristínar auk fjölmargra samsýninga og grafíkverkefna.
Opnun sýningarinnar er tengd opnunartíma Bókasafns Seltjarnarness og stendur til 23. nóvember.


The post Kristín Pálmadóttir, listamaður menningarhátíðar Seltjarnarness, sýnir í Gallerí Gróttu appeared first on sím.