Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Opnun Í kring 05 með verkum eftir Helgu Páley Friðþjófsdóttur, laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00 í Ásmundarsal

$
0
0

Verið velkomin á opnun Í kring 05 með verkum eftir Helgu Páley Friðþjófsdóttur, laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00 í Ásmundarsal – Freyjugötu 41.

Allir eru svo velkomnir í leiðsögn og spjall með listamanninum þann 15. nóvember klukkan 17:00 í Brautarholti 2.


Innan-girðingar gefst leyfi fyrir óreiðu, fyrir utan gilda aðrar reglur. Hlutir liggja að svo virðist á tilviljunarkenndum stöðum, staflaðir saman eða foknir í eina átt, inn á milli gægist planta, kannski eru tafir á verkefninu, náttúran er alltaf handan við hornið. 

Kaffibollarnir eru orðnir þó margir sem hafa týnst á víð og dreif, alltaf er til kaffi og því ekki til fyrirstöðu en að taka með sér enn einn bollann. 

Þetta er  leikvöllur fullorðna, sandkassi fyrir kastala og gröfubíla. Ævintýri líkast. Þarna stafla þau upp öllum kubbunum sínum og úr verður hús. Ég bjó mér til mína eigin kubba. Afgirt svæði og byggingarsvæði eru kveikjan að þessari sýningu. Rörin, spíturnar, grindurnar og aðrir undarlegir hlutir sem utanaðkomandi kann ekki skil á en vekja upp hugmyndir að öðrum formum og tilbúnum augnarblikum. Að horfa innangirðingar er góð tilbreyting inn í skipulagðan og stundum fyrirsjáanlegan hversdaginn.

Helga Páley Friðþjófsdóttir lauk BA- prófi á myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Teikning er Helgu hugleikin innan sem utan pappírsins, í ýmsum formum og aðferðum. Helga býr og starfar í Reykjavík. 

Helga Páley in her studio

Welcome to the opening of Í kring 05 with works by Helga Páley Friðþjófsdóttir, on Saturday 9th of November  at 17:00 in Freyjugata 41 – Ásmundarsalur.

Artist walk & talk on the 15th of november at 17:00 starting in Brautarholt 2
 


On the other side of the fence there is a permission for chaos, in other places other rules apply. Objects are scattered, stacked together or the wind has moved them from their place, in between you can find plants peaking. Perhaps there is a delay in the project, nature is always around the corner.

There are many coffee cups that have scattered around in unlikeliest places. The coffee is free so there is no obstacle for a fresh new cup every now and then.

This is an adult playground, a sandbox for castles and diggers. It is surreal. There they stack all their blocks and in the end, they will become a building. I made my own blocks to build with. 

Fenced areas and construction sites are the inspiration for this exhibition. Pipes, rails, and other unknown things spark new ideas of forms and moments for the people who looks in from the outside.  

Helga Páley Friðþjófsdóttir graduated from the Icelandic University of the Arts 2011 from the fine art department. Drawing is Helga’s preferred medium inside/outside the paper, in various forms and methods. Helga lives and works in Reykjavík.  All pieces are for sale.

The post Opnun Í kring 05 með verkum eftir Helgu Páley Friðþjófsdóttur, laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00 í Ásmundarsal appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356