Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Jón Sigurpálsson opnar sýninguna Gjörningar í SÍM salnum 1. nóvember kl.17 – 19

$
0
0

Jón Sigurpálsson opnar sýningu í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) við Hafnarstræti 16 í Reykjavík 1. nóvember kl. 17:00.

Sýningin ber heitið Gjörningar og er atburðarás þeirra 2. desember árið 1929 klukkan átta að morgni.

Veður eru válynd á Íslandi. Í dag viljum við ekkert frekar en að milda veðurfarslegar öfgar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr heimatilbúnum vanda loftslagsáhrifa – en gjörningaveður verða eftir sem áður hluti af tilveru okkar og ekki ástæða til að ýkja þau frekar.

2. desember 1929 kl. 08:00 gekk yfir landið dýpsta lægð Íslandssögunnar. Loftþrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum var 922,7 hPa og féll þrýstingur í rúma klukkustund til viðbótar, komst hann niður í 920 hPa þegar lægst var. Þrýstingur hefur aldrei mælst lægri á landstöð norðan hitabeltisins.

Eignatjón varð mikið víða um land í þessum austan gjörningi, bæði vegna hvassviðris og sjávargangs. Mikil mildi var að ekki varð mannskaði í ofsanum en eitt óhapp er skráð þegar kona ein var á leið milli húsa og festist i rafmagnsvír sem fallið hafði á Grundarstíg í Reykjavík. Það gekk seint að losa hana úr rafstraumnum. Var það ekki fyrr en manni einum hugkvæmdist að láta gúmmískóhlífar í hendur sér og taka síðan um vírinn og losa konuna sem þá lá í öngviti. Auk raflínunnar við Grundarstíg hrundi þetta ár hið kapítalíska efnahagskerfi – við köllum það heimskreppuna miklu.

Jón Sigurpálsson (1954) býr og starfar á Ísafirði. Menntaði sig til myndlistar í Reykjavík og Hollandi og hefur sýnt verk sín á sýningum hér heima og erlendis á fjórða áratug

The post Jón Sigurpálsson opnar sýninguna Gjörningar í SÍM salnum 1. nóvember kl.17 – 19 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356