Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin, Fangelsi, sem nú stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar, hefur verið framlengd til nýárs og mun því standa yfir til sunnudagsins 12. janúar 2020. Innsetningin er sprottin af verki sem Olga og Anna unnu fyrir fangelsið á Hólmsheiði en í sýningarsalnum hefur verið reistur klefi í raunstærð út frá grunnmynd fangaklefanna í sjálfu fangelsinu.
Á sýningunni er hægt að ganga inn í klefann og stíga um stund inn í heim fangans. Sá heimur er skýrt afmarkaður og stendur fyrir utan okkar heim, meðan flest önnur skil eða mörk eru smám saman að mást út, fyrir tilstilli samfélagsmiðla og snallforrita í sísmækkandi, sítengdum heimi, þar sem hægt er að fylgja athöfnum, hegðun og staðsetningu einstaklinga með æ meiri nákvæmni.

Opið verður á sýninguna á meðan uppsetningu yfirlitssýningarinnar Guðjóns Samúelssonar húsameistara stendur í aðalsal Hafnarborgar.
Sýningin mun opna laugardaginn 2. nóvember næstkomandi en þann daginn verður allt safnið lokað, þar til opnun hinnar nýju sýningar fer fram kl. 17.
The post Hafnarborg: Sýningin Fangelsi framlengd til nýars appeared first on sím.