Sigríður Rut Hreinsdóttir, opnaði málverkasýningu í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 4, Þriðjudaginn 2. júlí.
Þetta er sjöunda einkasýning Sigríðar Rutar sem einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Verkin á sýningunni eru unnin með olíulit á striga og hafa ekki verið til sýnis áður.
Ég sæki innblástur til náttúrunnar og hafa fíflar og lauf verið mér sérstaklega hugleikin. Hafa tilfinningaleg tengsl og lærdómur um þetta fallega blóm þróast í gegnum myndsköpunina.
Fíflalauf er eins og manneskja, hluti af náttúrunni og ég hugsa þau sem hamingjusamt fólk.
Þau teygja sig upp á móti byrtunni lífsglöð og brosandi.
Ég vonast til að myndirnar hreyfi við ímyndunarafli áhorfandans og fái hann til að hugsa um sjálfan sig sem hluta af náttúrunni og um eigin hamingju.
Náttúru í fullu jafnægi sem við erum að eyðileggja og gleyma og sumir upplifa sem illgresi.

Sýningin stendur til 15. júlí 2019 og er
opið virka daga kl. 10 – 19 og 20 – 22
Laugardaga og sunnudaga kl. 10 – 17
Sigríður Rut Hreinsdóttir (f. 1957) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi við málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1990, og sótti kvöld og dagskóla í hlutateikningu, módelteikningu, vatnslit og fleiri fögum samhliða í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1985 – 1990. Áður hafði hún tekið myndlistarbraut í Linderud Videregående skole í Oslo, Noregi, 1983. Verið hjartanlega velkomin!
The post Síðasta sýningarhelgin í Kirsuberjatrénu appeared first on sím.