Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Í Morgunsárið – Fyrsta einkasýning Evu Bjarnardóttur opnar í Midpunkt

$
0
0

OPNUN: 7. júní.

KLUKKAN: 17 – 19

(sýningin stendur yfir í júní og er opin um helgar)

Í Morgunsárið er yfirlitssýning og upphaf.

Kannski í og með þetta síendurtekna upphaf. Þegar allt er nýtt; dagurinn og formið. Hvenær erum við búin að venjast? Vökunni og deginum og því að vera til, runnin saman við amstrið. Er það 7 eða 9? Klukkan 12?

Leit að sameiginlegum hrynjanda. Hvað gerist þegar líkaminn kemst í þá rútínu að vakna upp á sama stað? Hvenær rennum við saman við umhverfið og er einhver undankomuleið? Er það á endanum ég sem er að taka yfir þessi hús, eða eru þessi hús smámsaman að taka yfir mig?

Með því að taka efniviðinn út úr sínu samhengi leitast Eva við að finna nýtt upphaf. Efnivið sem á uppruna sinn í yfirgefnum húsum austur í Öræfum, þar sem hún hef búið í rúm 2 ár.

Á náinni framtíð fáum við að kynnast hverjum heimi betur út af fyrir sig.

Eva Bjarnadóttir útskrifaðist úr Myndlistardeild Gerrit Rietveld Academie í Hollandi 2016. Hún flutti heim og settist að á Fagurhólsmýri í Öræfum eftir útskrift og hefur notað undanfarin ár í rótun og ígrundun, ásamt því að opna stúdíó í yfirgefnu sláturhúsi og taka þátt í vinnustofum á Íslandi.

Eva hlaut menningarverðlaun Hornafjarðar árið 2018 og er þetta fyrsta einkasýning Evu.

The post Í Morgunsárið – Fyrsta einkasýning Evu Bjarnardóttur opnar í Midpunkt appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356