Föstudaginn 7. júní kl. 16-18 opnar Randa Mulford sýninguna Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar.
Randa er bandarísk en hefur sterk tengsl við Ísland og Mosfellsbæ. Hún er einstakur textíllistamaður og sérhæfir sig í bútasaumslist.

Í verkunum blandar Randa saman ýmsum aðferðum og þenur út þetta óvenjulega listform til hins ýtrasta. Niðurstaðan verður bæði ótrúlega nákvæm fígúratíf verk og flókin mynsturverk sem virðast iða á veggnum.
Verk Röndu hafa hlotið víðtæka viðurkenningu á bútasaumssýningum víðsvegar um Bandaríkin og unnið til margra virtra verðlauna.

Sýningin er opin á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Síðasti sýningardagur er 5. júlí.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
The post Randa Mulford opnar sýninguna Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar appeared first on sím.