Deildarstjóri textíldeildar – 50% starf
Skólinn er sjálfseignarstofnun, rekinn af félagi starfandi myndlistarmanna og hönnuða. Markmið skólans er að efla grunnmenntun og miðla sem best þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum sjónlista.
Deildarstjóri textíldeildar stjórnar öllu faglegu starfi innan deildarinnar; skipuleggur skólaárið, ræður kennara og hefur umsjón með nemendahópnum. Stærsta verkefnið er að annast tveggja ára námsbraut á 4. þrepi í textíl (áfanganám á BA stigi) sem byggir jöfnum höndum á hugmynda- og hönnunarvinnu og þjálfar nemendur í verktækni á öllum helstu sviðum textílvinnu. Auk þess skipuleggur deildarstjóri stök námskeið í textíl fyrir almenning í samráði við deildarstjóra námskeiða.
Við leitum að metnaðarfullum myndlistarmanni eða hönnuði með háskólamenntun í textíl, öflugt tengslanet, víðtæka þekkingu á nýjustu framleiðslutækni í textíl, góða skipulagsgáfu og brennandi áhuga á skólastarfi. Ennfremur er æskilegt að viðkomandi hafi kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Umsóknum skal skila á netfangið umsoknir@mir.is eða á skrifstofu skólans fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 22. maí 2019. Nýr deildarstjóri tekur formlega við deildinni í byrjun ágúst en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.
Upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skolastjori@mir.is.
Áfanga- og markaðsstjóri – 100% starf
Myndlistaskólinn í Reykjavík auglýsir starf áfanga- og markaðsstjóra laust til umsóknar. Áfanga- og markaðsstjóri heldur utan um skráningar og námsferla nemenda í námsumsjónarkerfinu inna.is, sér um vefsíðu, samfélagsmiðla og annað kynningarefni skólans og hefur samskipti við fjölmiðla og aðra auglýsendur.
Við leitum að einstaklingi með menntun í myndlist eða hönnun, góða almenna tölvukunnáttu, hagnýta þekkingu á samfélagsmiðlum, gott vald á íslensku og ensku og áhuga á markaðsmálum. Jákvæðni og samstarfslipurð, skipulagshæfileikar og nákvæmni eru nauðsynlegir kostir. Um fullt starf er að ræða og er það laust frá og með miðjum ágúst.
Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir starfsferil ásamt greinargerð þar sem forsendur umsóknar og framtíðarsýn umsækjanda koma fram.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans eða á netfangið umsoknir@mir.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 31. maí.
Upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skolastjori@mir.is.
The post Myndlistaskólinn í Reykjavík auglýsir tvö störf laus til umsóknar appeared first on sím.