Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð LHÍ og þar kynna verðandi listgreinakennarar lokaverkefni sín með ýmiskonar hætti. Dagskráin er spennandi en í boði verða margskonar erindi, tónlistarflutningur og fjölbreyttar smiðjur fyrir alla fjölskylduna! Dagskrá stendur frá 10.30-16.30 í Gerðarsafni og er opin öllu fólki, börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin. Aðgangur ókeypis.
Útskriftarnemendur:
Andrea Magdalena Jónsdóttir
Ásgeir Jón Ásgeirsson
Ásta Vilhjálmsdóttir
Elín Helena Evertsdóttir
Emelía Antonsdóttir Crivello
Fríða María Harðardóttir
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Dagskrá í Gerðarsafni:
10.30-12.30. Erindi á neðri hæð.
10.30-11.00 Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt: Bréfaskriftir um fegurð
Andrea Magdalena Jónsdóttir
Erindi 30 mín. og hljóðverk.
11.00-11.30 Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum
Áhrif dagbókarskrifa á unglingsstelpur í hópastarfi í félagsmiðstöð og þróun námsefnis því tengdu Kristín Dóra Ólafsdóttir
Erindi 30 mín.
11.30-12.00 „Hvaðan færðu allar þessar hugmyndir?“ ADHD einkenni virkjuð til góðs í sviðslistum Emelía Antonsdóttir Crivello
Erindi 30 mín.
12.00-12.30
Mótandi efni jarðar: Saga, miðlun og fræðilegt viðhorf til leirlistar
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Erindi 30 mín. 12.30-13.00.
Hlé.
13.00-15.00
Gera sjálf/ur
Ásta Vilhjálmsdóttir
Textílsmiðja 120 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna.
Hámark 8 þátttakendur í einu.
Um smiðjuna:
Titillinn GERA SJÁLF/UR vísar til mikilvægi þess að kunna til verka svo hægt sé að bjargað sér í daglegu, sjálfbæru lífi með því að nýta, endurnýta, breyta og laga. Í textílsmiðjunni verður boðið upp á að gera allskonar brúður úr sokkum og brúðuhíbýli úr umbúðum, efnisbútum og öðrum efnivið sem annars gæti endað ónýttur í ruslinu. Börn eru einnig sérstaklega hvött til að koma sjálf með efnivið að heiman til að nota í smiðjunni.
13.30-15.00. Smiðja á neðri hæð.
Listir og mannréttindi: Greinar Barnasáttmálans kenndar í gegnum skuggaleikhús
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Tilraunasmiðja 90 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna.
Hámark 10 þátttakendur í einu.
13.30-15.00. Smiðja á neðri hæð.
Listir og mannréttindi: Greinar Barnasáttmálans kenndar í gegnum skuggaleikhús
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Tilraunasmiðja 90 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna.
Hámark 10 þátttakendur í einu.
Smiðjan er vettvangur þar sem börn læra um Barnasáttmálann í gegnum skuggaleikhús. Þau vinna með sáttmálann í tilraunasmiðju þar sem boðið er upp á að gera leikmyndir og skuggabrúður, sem svo fá að leika lausum hala á hvíta tjaldinu. Á tjaldinu eru börn hvött til að gera tilraunir með bakgrunn og skuggamyndir ýmist með brúðunum eða eigin líkama.
Smiðjan er byggð á kennsluaðferð sem hönnuð var til að létta kennurum að flétta sköpun og mannréttindi inn í kennsluna. Mannréttindi og sköpun eru tveir af sex grunnþáttum íslenska menntakerfisins og því afar mikilvægir í námi barna.
13.30-14.30. Erindi á efri hæð.
13.30-13.00
Íslensk þjóðlög: Nótna og kennslubók
Ásgeir Jón Ásgeirsson
Tónlistarflutningur og spjall 30 mín.
13.00-14.30
Hjartað í miðjunni: Vinnusmiðja fyrir mæður og börn sem sótt hafa um alþjóðlega vernd
Fríða María Harðardóttir
Erindi 30 mín.
14.30-15.30. Smiðja á neðri hæð og úti.
Óravíddir: Ferðalag um undraheima stærðfræðinnar
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Stærðfræðismiðja 60 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna.
Um smiðjuna:
Óravíddir er stærðfræðinámsefni fyrir alla aldurshópa. Það er samt ekki námsbók, heldur málverk og smáforrit. Málverkið er nokkurskonar parísarhopp við Kópavogsskóla og verður hluti verksins endurgert í Gerðarsafni 11. maí, en í smáforritinu virkjast verkið með hreyfimyndum, skapandi verkefnum og umræðuspurningum. Forritið og frekari upplýsingar má finna á www.oraviddir.is
15.30-16.30. Erindi á efri hæð.
15.30-16.00
Hvað er árangursríkt í viðtölum og yfirferðum í myndlistarkennslu á framhalds- og háskólastigi?
Elín Helena Evertsdóttir
Erindi 30 mín.
16.00-16.30
Sköpun og skapandi ferli til valdeflingar: Námskeiðið Regnbogapönk fyrir 10-12 ára krakka í félagsmiðstöð
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Fyrirlestur 30 mín.
Allur dagurinn
Snjóskúlptúrgerð í LapplandiSigrún Guðmundsdóttir
Ljósmyndir og texti, sýning.
The post Laugardaginn 11. maí 2019 stendur listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir útskriftarviðburði í Menningarhúsunum í Kópavogi appeared first on sím.