Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Módernísk arfleifð / Modernist Heritage – Spessi ræðir við gesti á sýningu sinni í Ramskram

$
0
0

kl. 16.00 laugardaginn 11. maí mun Spessi vera í Ramskram og spjalla við gesti um sýningu sýna Módernísk arfleifð / Modernist Heritage

Spessi hefur fengið til liðs við sig Massimo Santanicchia, dósent og fagstjóri í arkitektúr við Listaháskólann. Hann segir frá uppruna Modernismans. Einnig hefur Spessi fengið til liðs við sig Trausta Valsson sem mun tala um rannsóknir sínar, “Mótun framtíðar” og greinir galla módernismans.

Sýningin mun standa til 19. maí opið er í Ramskram um helgar milli 14.00-17.00

Módernísk arfleifð / Modernist Heritage
Sýningin samanstendur af ljósmyndum teknum í Riga og Daugvapils árið 2014 og 15.

Titillinn vísar til hverfa sem risu í nafni módernismans víða um heim í byrjun tuttugustu aldar. Eftir síðari heimsstyrjöldina fór módernisminn á flug. Hinir efnameiri tóku móderníska byggingalist upp á arma sína og byggðu híbýli sín í þeim stíl. Það sama gerðu einnig mörg fyrirtæki. En þegar grípa átti til módernísku aðferðarfræðinnar við byggingu ódýrari íbúða fyrir almenning fór eitthvað úrskeiðis..

Það reyndist erfitt að heimfæra útópísku paradísina sem módernistar höfðu í hugskoti sér þegar byggð voru há fjölbýlishús og blokkir. Hönnunargallar og ófyrirséð vandamál er tengdust félagslegum aðstæðum settu strik í reikninginn. Á Íslandi má þakka fyrir að skrímslablokkir í líkingu við þær sem risu í Pruitt–Igoe í St.Louis voru aldrei byggðar, en þær blokkir voru svo umdeildar að á endanum stóðu þær tómar því að jafnvel þeir sem verst voru staddir fjárhagslega vildu ekki búa þar.

Blokkirnar í Efra Breiðholti eru líklega það sem kemst næst þessu og það sem við getum kallað okkar módernísku afleifð. Spessi hefur lengi haft áhuga á þessum byggingarstíl. Það má merkja Í bók hans Location frá árinu 2007, en þar eru myndir af íslenskum byggingum frá sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar, blokkir í Breiðholtinu og hin þekktu kassahús sem standa við Glerárgötu á Akureyri.

Spessi er fyrst og fremst portrettljósmyndari og hefur hann á flakki sínu um heiminn tekið portrett af fólki á stöðum sem flestir myndu reyna að forðast. Í ferð til Lettlands, í tengslum við sýningu sem hann tók þátt í þegar Riga var menningarborg Evrópu, myndaði hann unglinga í úthverfi Riga og árið eftir fór hann í sömu endargjörðum til Daugvapils. Myndirnar af unga fólkinu í Riga og Daugvapils í Lettlandi eru hér til sýningar í Ramskram. Þessar myndir eru vísir að því sem varð bókin 111 og samnefnd sýning á Listahátíð 2018. Portrettin eru af unga fólkinu sem þarf að burðast með módernísku arfleifðina

The post Módernísk arfleifð / Modernist Heritage – Spessi ræðir við gesti á sýningu sinni í Ramskram appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356