Salon des Refusés opnar í Deiglunni 18 maí
Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni „Salon des Refusés“ í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða sýningunni Vor á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 18. maí, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.
Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: gilfelag@listagil.is til 13. maí. Afhending verka er fyrir 15. maí. Öllum er velkomið að taka þátt hvort sem þeim var hafnað af dómnefnd, skipulagsleysi eða innri gagnrýnanda. Sýningin endurspeglar hvað listamenn tengdir Norðurlandi eru að fást við þessa stundina

The post Við leitum af þeim sem var hafnað! appeared first on sím.