Verður haldin laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. maí milli kl. 13-17
Sýningin er haldin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Austurbergi 5 og gengið er inn í nýbyggingu að sunnanverðu og í Smiðjunni við Hraunberg.
Sýningin hefst kl. 13:00 með afhjúpun á nýju vegglistaverki eftir Hörð Franz Pétursson á 2 hæð. Gengið inn í nýbyggingu upp stiga á aðra hæð, beint af augum.

Því næst verður opnun málverkasýningar lokaársnema í Gallerí Gubb á 2. hæð í nýbyggingunni og útskriftanema á fata- og textílbraut. Verk annarra nemenda listasviðs verða einnig til sýnis á 2. og 3. hæð nýbyggingar.
Í Smiðjunni við Hraunberg verður útskriftarsýning myndlistarbrautar og lokaverkefni húsasmiðabrautar verða til sýnis. Það verður boðið upp á ilmandi heitt kakó og vöfflur á kaffistofu smiðjunnar. Útskriftarverkefnin eru fjölbreytt og unnin í ólíka miðla en á sýningunni má sjá málverk, skúlptúra, rýmisverk, gjörning og margt fleira. Það eru allir velkomnir og frítt inn.
The post Vorsýning Fjölbrautaskólans í Breiðholti – Útskriftarsýning listnema FB appeared first on sím.