Laugardaginn 4. maí kl. 14 verða opnaðar tvær nýjar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands.
Í Myndasal – 4.5.2019 – 1.9.2019
Goðsögn um konu
Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.

Á Vegg – 4.5.2019 – 1.9.2019
Lífið fyrir umbreytinguna
Enn eimir eftir af gamla Íslandi. Ljósmyndir Yrsu Roca Fannberg veita innsýn í líf fólks sem lifir í einstökum samhljómi við dýr og náttúru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið.

The post Nýjar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands appeared first on sím.