Málþingið er hluti af áherslu Listasafns Reykjavíkur árið 2019 á list í almannarými en þetta er annað málþingið af þremur sem skipulögð eru í vor sem fjalla öll á ólíkan hátt um list í almannarými.
Þegar listaverk eru sett upp í almannarými má búast við að fólk hafi sterkar skoðanir á þeim. Skoðanaskiptin geta jafnvel orðið að heitum deilumálum þar sem tekist er á um fagurfræði verkanna, staðsetningu, öryggi almennings og jafnvel tilfinningar eru til umræðu. Fjallað verður um deilur um list í almannarými í sögulegu samhengi ásamt því að ný dæmi verða rædd.

Frummælendur:
Guðni Tómasson, listfræðingur og dagskrárgerðarmaður
Nokkur orð um fjaðrafok, fólk og styttur
Brynhildur Þorgeirsdóttir, listamaður
Sjónarhorn listamanns
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Tilurð útilistaverka, ferlið, samkeppnir o.s.frv.
Fundarstjóri:
Markús Þór Andrésson
Málþing framundan:
18. maí – Þróun og framtíð listar í almannarými
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
The post Málþing: Deilur um list í almannarými Laugardag 27. apríl kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.