Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Geislar af sól – Sylvia Donis sýnir í Deiglunni

$
0
0

Verið velkomin á opnun “Geislar af sól” í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Gestalistamaður Gilfélagsins, Sylvia Donis, sýnir afrakstur dvalar sinnar, video- og hljóðinnsetningu. Léttar veitingar í boði.

Franski myndlistamaðurinn Sylvia Donis flutti úr ljósi Miðjarðarhafsins í hina eilífu nótt. Hún eyddi vetrinum á Norðurlandi.

Hér hitti hún hið svarta, snjóinn, hrafnana og fólkið, hið sýnilega og hið hulda.

Hún rannsakaði hið nána samband á milli næturinnar og sagnanna sem fólk segir hvort öðru þar sem myrku sögurnar taka á sig mynd.

Í þessari sýningu er gestum boðið að koma inn í myrkið og hitta ný andlit, að sjá óljós form og hlusta á raddir segja sögur af nóttinni og ljósinu.

Sylvia Donis er franskur myndlistamaður sem útskrifaðist úr ljósmyndun hjá ENSP Arles og myndlist í Pantheon Sorbonne í Frakklandi. Verk hennar taka á sig ýmsar myndir, til dæmis ljósmyndir og/eða videoinnsetningar, video og super 8 bíómyndir og teikning. Hún hefur áhuga á hugmyndinni um myndlíkingu svarthola en hún getur fundið svarthol í minningum, andlitum, í fjarveru og viðveru, í hvarfinu… Innsetningarnar hennar leggja til frekar einkennilega frásögn.

Sýningin er opin föstudaginn 26. apríl kl. 20 – 22 og laugardag og sunnudag, 27. – 28. apríl kl. 14 – 17. Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri

The post Geislar af sól – Sylvia Donis sýnir í Deiglunni appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356