Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Umræðuþræðir: Gabriele Knapstein Fimmtudag 4. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsi

$
0
0

Annar gestur ársins 2019 í röð Umræðuþráða er listfræðingurinn og sýningarstjórinn Dr. Gabriele Knapstein. Knapstein heldur fyrirlestur sem ber heitið Confirming and Questioning the Canon. On Exhibiting the Collection of the Nationalgalerie at Hamburger Bahnhof – Museum für Gegenwart – Berlin.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er ókeypis aðgangur.

Gabriele Knapstein (1963) býr og starfar í Berlín. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu árið 1999 og fjallaði doktorsverkefni hennar um afburða tónlist eftir flúxus listamanninn George Brecht.
Knapstein hefur unnið sem sýningarstjóri hjá Institute of Foreign Cultural Relations og hjá öðrum stofnunum frá 1994.

Árin 1999-2001 og frá árinu 2003 hefur Knapstein sinnt sýningarstjórn hjá samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín og í byrjun árs 2012 varð hún yfirsýningarstjóri þar. Haustið 2016 tók hún við stöðu safnstjóra Hamburger Bahnhof.

Frá árinu 1999 hefur hún borið ábyrgð á verkefninu „Works of Music by Visual Artists” þar sem á meðal listamanna eru Hanne Darboven, Rodney Graham, Christian Marclay, Carsten Nicolai, Janet Cardiff & George Bures Miller, Ryoji Ikeda og í haust bætist við Cevdet Erek.

Af fyrri sýningum hennar má nefna: „Bruce Nauman. Dream Passage” (2010), „Architektonika. Art, Architecture and the City” (2011-2012), „Susan Philips. Part File Score” (2014), „Black Mountain. An Interdisciplinary Experiment 1933-1957” (2015), „Moving is in every direction. Environments – Installations – Narrative Spaces” (2017), „Hello World. Revising a Collection” (2018).

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands.

Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar.

Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega.

Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru öllum opnir í boði Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands í góðu samstarfi við Goethe stofnunina

The post Umræðuþræðir: Gabriele Knapstein Fimmtudag 4. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356