Myndlistasýning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur í sýningaröðinni Argintætur í myndlist í Iðnó
Opnun laugardaginn 24. 10. 2015 kl. 14:00 Allir velkomnir
verður síðan opin: 24. 10. – 22. 11. 2015
virka daga 11:00 – 16:00 og 13:00 -17:00 helgardaga
(English below)
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir (1956) útskrifaðist sem leikmynda- og búningahöfundur frá Wimbledon School of Art and Design í Lundúnum 1980 og starfaði við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp á Íslandi, Englandi og í Danmörku um árabil.
Síðastliðna tvo áratugi hefur Guðrún Sigríður búið og unnið að list sinni í Lundúnum. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Guðrún hefur ekki haldið sig við hefðbundin form myndlistarinnar heldur einnig unnið innsetningar. Í Bretandi hafa opinberir aðilar valið Guðrúnu til að vinna listaverk fyrir almannrýmið, bæði innan- og utanhúss.
Verkum Guðrúnar Sigríðar hefur verið vel tekið. Nýjasta opinbera listaverk hennar, ARRAY, í North Gate Bus Terminal, Northampton, Englandi, var tilnefnt til MARSH Award for Excellence in Public Sculpture 2014.
Guðrún Sigríður vinnur í blandaðri tækni sem hún hefur þróað á síðastliðnum árum og er að nokkru sprottin út frá formum og aðferðum leikhússins. Verkin eru unnin í kringum minningar og hugmyndina um þær tilfinningalegu byrðar sem lífið leggur á manneskjurnar og hvernig þeim gengur að takast á við þær og vinna úr þeim. Þau fjalla gjarnan um samruna fortíðar og nútíðar í huga einstaklingsins, baráttuna við fortíð og minningar, en einnig gleðina sem býr í upprifjun og tilfinningu fyrir eigin sögu.
Verkin sem Guðrún Sigríður sýnir nú í Iðnó eru að mestu unnin á þessu ári og valin með baráttu kvenna fyrir kosningrétti í huga, en einnig og ekki síður eru þau almenn leit að því sem sameinar okkur í baráttunni við okkur sjálf.
Nokkur verkanna á sýningunni eru unnin úr myndefni úr safnkosti Borgarskjalasafns Reykjavíkur, en Guðrún Sigríður var gestalistamaður þess á síðasliðnu ári. Meðal þeirra er serian VERA sem unnin er úr myndefni úr innsetningunni VERA:KVEN:VERA sem hún vann í samvinnu við Borgarskjalasafnið og Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistamann og var sú innsetning sýnd í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna fyrr á þessu ári. Þessi seria er lýsandi dæmi um tilraunir Guðrúnar Sigríðar til að skoða hvernig núið er samsett af fjölda laga úr fortíðinni.
https://www.facebook.com/gsharaldsdottir
https://www.facebook.com/idno.is?fref=ts
Exhibition of works by Guðrún Sigríð Haraldsdóttir in the exhibition sequence ´Argintætur í myndlist´ in Iðnó
Opening 24. 10. 2015 kl. 14:00
The exhibition will run from 24. 10. – 22. 11. 2015
weekdays 11:00 – 16:00 and 13:00 – 17:00 weekends
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir (1956) graduated as a Theatre Designer from Wimbledon School of Art and Design in London 1980 and worked in theatre, film and television in Iceland, the UK and Denmark for a number of years.
For the past close to 20 years Guðrún Sigríður has been based in London, where she has developed her art practice. She has exhibited in a number of solo shows and taken part in several group shows, created large scale installations and public art commissions for both the private and public sector.
Guðrún Sigríður´s work has been well received and her Public Art Commission, ARRAY, at North Gate Bus Terminal, Northampton, England, was nominated for the MARSH Award for Excellence in Public Sculpture 2014.
Guðrún Sigríður works in a mixed medium; using techniques informed and inspired by her background in theatre. Primary concerns within her art work are identity, memories and perceptions, spanning the personal and the universal, and examination of our various ways of coping with and making sense of our existence – occasionally drawing on her own experiences, but more often concerned with the collective passing down of opinions and patterns of behaviour, and the imprints they leave in our existence and environment.
The works Guðrún Sigríður exhibits in Iðnó were mostly created within the last year and selected to coincide with this year’s celebration of 100 years of women’s right to vote in Iceland, but they are also and no less importantly an exploration of our generic struggles with our existence.
Some of the work is based on material found in The Municipal Archives of Reykjavík, where Guðrún Sigríður was artist in residence in 2014. The series VERA [being], is based on imagery from the installation VERA:KVEN:VERA [being:female:being], that she created in collaboration with The Municipal Archives and artist Kristín Gunnlaugsdóttir and exhibited in Tjarnarsalur, Reykjavik City Hall earlier this year. This series illustrates Guðrún Sigríður´s exploration of how our present consists of layers and layers of the past.
https://www.facebook.com/gsharaldsdottir
https://www.facebook.com/idno.is?fref=ts