Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Nýlistasafnið: Detel Aurand / We are Here – Bókakynning og örsýning 11.10.

$
0
0

Detel Aurand

We are Here

11.10.2018 kl. 20

Bókaútgáfa og örsýning

Listamannaspjall með Detel Aurand og Claudia Hausfeld

Unnur Jökulsdóttir verður með upplestur úr We are Here

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á útgáfuhóf bókarinnar We are Here eftir Detel Aurand fimmtudaginn 11. október í Marshallhúsinu. Í tilefni útgáfunnar ræðir Claudia Hausfeld við Detel Aurand um verk hennar og Unnur Jökulsdóttir les upp úr We are Here. Dagskráin hefst kl. 20 og mun listamannaspjallið fara fram á ensku. Í tengslum við útgáfuna má sjá örsýningu á verkum Detel Aurand í anddyri Nýlistasafnsins fram til 16. október.

Upphaf og endir, svart og hvítt, anda inn og anda út, elli og æska – og allt þar á milli. Þessi bönd, oft utan okkar sjónsviðs, kannar þýski listamaðurinn Detel Aurand í bókinni We are Here. Bókin spannar verk unnin í ýmsa miðla frá síðustu tuttugu árum, ljósmyndir frá persónulegu safni listamannsins sem og sjálfsævisögulegum texta um fjarsamband hennar og maka hennar, Jóns Sigurgeirssonar (1909-2003) sem þau áttu í á milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna hverfist We are Here um tímaskynið. Getum við skyggnst inn í núið? Hvað er sýnilegt og hvað leynist í skugganum? Bókin er jafn persónuleg og hún er algild og fjallar um það hvernig hlutir og atburðir í heiminum tengjast og hvernig mörk og landamæri, sem virðast vera til staðar, leysast upp þegar við komumst í kynni við tímalausa fegurð.

Detel Aurand (f. 1958) býr og starfar í Berlín, Þýskalandi. Sem teiknari, myndlistarmaður, skúlptúristi, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður beitir hún fjölbreyttum aðferðum í listsköpun sinni. Verk hennar vitna í sambönd þar sem einföld og flókin fyrirbæri mætast, svo sem stöðugleiki og hreyfing, rúmfræði og líffræði, tví- og þrívídd.  Fjörugur léttleiki einkennir öll hennar verk. Frá 1983 til 2003 bjó Detel Aurand ýmist á Íslandi og í Berlín.

The post Nýlistasafnið: Detel Aurand / We are Here – Bókakynning og örsýning 11.10. appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356