PRENTVERK – HEILLANDI HEIMUR!
Listasafn Íslands stendur fyrir pallborðsumræðum um grafík og prent. Meðal þátttakenda verða sýningarstjórar frá Metropolitan safninu í New York laugardaginn 22. september kl. 11 – 13 í Listasafni Íslands.
Gestafyrirlesari er Jennifer Farrell, sýningarstjóri prent- og teiknideildar Metropolitan safnsins í New York.
Aðrir þátttakendur í pallborðinu verða Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður, Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður, Þóra Sigurðardóttir myndlistarmaður og Ingibjörg Jóhannsdóttir annar sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík.
Fundarstjóri er Pari Stave listfræðingur og sýningarstjóri frá Metropolitan safninu.
Hver er saga prentverka? Hvernig er þeim safnað í söfnum? Hvar eru þau sýnd, seld og markaðsett? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem gestir pallborðsins munu velta fyrir sér en sýningin Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík gefur tilefni til þess að horfa á þennan miðil úr ýmsum áttum.
Samræðurnar fara fram á ensku.
Athugið að sýningunni lýkur á sunnudaginn.
Aðgangseyrir gildir.
Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.
The post Pallborðsumræður um grafík og prent í Listasafni Íslands appeared first on sím.