Sugar Wounds No.04 – Steinunn Gunnlaugsdóttir & Sunneva Ása Weisshappel.
Verið velkomin á fjórðu sýningaropnun Sugar Wounds í Ármúla 7, föstudaginn 14. september kl. 18.00 – 21:00.
–––––––––––––––––––––––––––––––––––
Á sýningunni verða gjörningar, innsetningar, hljóðverk og fleira.
Steinunn Gunnlaugsdóttir fæst við myndlist og brúkar til þess ýmsa miðla svo sem skúlptúr, myndband, hljóð, teikningu, gjörninga og innsetninga. Kjarninn í verkum hennar er tilvistar átök innra með hverri mannskepnu og togstreyta, samspil, uppgjöf og átök hennar við allar þær ytri formgerðir og kerfi sem umkringja hana.
Myndlist Sunnevu Ásu Weisshappel sækir þvert á miðla. Hún leitar inn á við og vinnur út frá sjálfsævisögulegri togstreitu, pólitíkinni innra með listamanninum, áhorfandanum og þar með samfélaginu öllu. Úr verður vettvangur til sjálfs-skoðunnar og speglunnar, vettvangur til að skoða tilfinningar okkar, samskipti, valda-baráttu, kynhlutverk og birtingar-myndir þeirra, líkamann, fegurð og grótesku. Myndlistin er fremsta víglínan í rannsóknarvinnu Sunnevu, þaðan sem hún sækir efnivið í aðra miðla.
–––––––––––––––––––––––––––––––––
Boðið verður upp á léttar veitingar á opnun.
Sýningin er fjórði og seinasti hluti í sýningaröð undir titlinum Sugar Wounds í Ármúla 7.
Opnunartímar:
Föstudag: 18-21
Laugardag og sunnudag: 13-17
The post Sugar Wounds NO. 4 – Steinunn Gunnlaugsdóttir & Sunneva Ása Weisshappel appeared first on sím.