Sýning á nýjum verkum eftir Kees Visser opnar í BERG Contemporary föstudaginn 17. ágúst kl. 17.
Kees Visser (f. 1948) hefur sýnt mikið – á Íslandi, í Hollandi, Frakklandi og víða annars staðar. Jafnvel þegar hann sýnir verk á pappír minna sýningar hans á innsetningar því hann tekur mið af rými og arkitektúr með því t.d. að sýna verkin liggjandi á borðum auk þess að hengja þau á veggina. Verkin á sýningunni í BERG Contemporary eru afurð langrar rannsóknar og eins konar framhald af einlitu verkunum en talsvert flóknari, bæði í lit og formi. Kees málar á stórar pappírsarkir geometríska fleti í skyldum litum og beitir yfirmálun til að draga fram litina og gefa verkunum kristalsáferðina sem hann hann er þekktur fyrir.
Um er að ræða fyrstu einkasýningu á verkum Kees Visser í BERG Contemporary.
The post Sýning Kees Visser opnar í BERG Contemporary appeared first on sím.