Verkin á sýningunni eru unnin með sýningarrýmið í huga og fjalla í grunninn um þrívítt málverk. Eygló gerir tilraunir með efni og aðferðir í pappír og tré og verkin hafa þróast í að verða lagskipt málverk og samlímdir skúlptúrar. Augljósar og efnislegar upplýsingar í verkunum fléttast saman í vensl og kerfi sem bendla má við líkamlegar, huglægar og duldar víddir mannlegrar tilveru. Þau fjalla því ekki um konkret niðurstöður, öllu heldur um möguleika og ágiskanir. Þau snúast um skynjun og snertingu, miklu frekar en um staðreyndir og rök.
Eygló Harðardóttir lauk námi við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, og framhaldsnámi við AKI í Hollandi. Árið 2014 lauk Eygló MA gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands með rannsóknarritgerð um liti og miðlun þeirra. Eygló sýndi einnig á þessu ári sýninguna „Samsíða sjónarhorn” í Týsgalleríi. Hún hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Eyglóar http://eyglohardardottir.net/
———
Through technical and material experiments with paper and wood, the works have developed into layered paintings and patched-up sculptures. The obvious, material information in the work is intertwined into relations and systems which can be affiliated with the physical, subjective and hidden dimensions of human existence. They do not deal out concrete results, but guess at possibilities. They speak perception and tactility, rather than facts and logic.