Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

From Iceland/Frá Íslandi – Samsýning í Hollandi

$
0
0

Þann 7.júlí 2018 opnar sýningin From Iceland/Frá íslandi (IS-NL, Art connections between Iceland and the Low Countries) í KEG-EXPO sem De Stichting KEG rekur í Schijndel í Hollandi. Um er að ræða samsýningu á myndlist íslenskra listamanna með tengsl við Holland og hollenskra listamanna með tengsl við Ísland.

De Stichting KEG eru menningarsamtök sem hafa verið starfrækt síðan 1980 í Schijndel í Hollandi. Samtökin reka KEG-Expo sem er galleri staðsett í Culturel Centrum’t Spectrum og hefur staðið fyrir fjölbreyttum sýningum. Það er hópur listamanna sem stendur að KEG-Expo og stýrir listrænum þáttum, vali á listamönnum, sýningarstjórn og útgáfu á metnaðarfullum sýningarskrám. Hollensku hjónin og listamennirnir Mariëlle van den Bergh og Mels Dees eiga hugmyndina að sýningunni og eru sýningarstjórar.

Í mars á síðasta ári voru Mariëlle og Mels gestalistamenn á gestavinnustofum SÍM á Korpúlfsstöðum. Þau fóru í vinnustofuheimsóknir til nokkurra íslenskra listamanna sem þau höfðu kynnst í Jan van Eyck Akademiunni í Maastricht og á verkstæðum fyrir listamenn í Hollandi. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd hjá þeim að það væri vel þess virði að búa til sýningu með íslenskum listamönnum, starfandi eða menntuðum í Hollandi og Hollendingum sem hafa tengsl við Ísland. Þau vildu vekja athygli hollenskra listunnenda á þessum hópi listamanna og settu meðal annars fram spurninguna um hvort umhverfi listamannanna hefði haft áhrif á verk þeirra og hvort og hvernig dvöl erlendis við nám og starf hefði haft
áhrif á listræna þróun þeirra.

Listræn tengsl milli Hollands og Íslands eiga sér langa sögu og fjölmargir íslenskir listamenn hafa farið til náms í Hollandi og í kjölfarið tengt hollenska listamenn við Ísland. Listamennirnir sem þau Mariélle og Mels hafa valið til að gefa innsýn í þennan hóp er fjölbreyttur bæði í aldri og vinnuaðferðum og með mismunandi tengsl við Holland þó upphaflega hafi Mariélle farið að skoða þá listamenn sem voru henni samtíða í Jan van Eyck Academie.

Listamenn á sýningunni eru:
Dagmar Atladóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Íris Elfa Friðriksdóttir, Pálína Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Bjarni Gunnarsson, Georg Guðni Hauksson, Brynjar Helgason, Helena Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Kaðlín Ólafsdóttir, Magnús Pálsson, Joris Rademaker, Hrafnkell Sigurðsson, Ingileif Thorlacius, Aðalsteinn Þórsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Stefán Axel Valdimarsson, Arna Valsdóttir og frá Boekie Woeki í Amsterdam/ Henriette van Egten, Rúna Þorkelsdóttir og Jan Voss.

Með sýningunni kemur út vegleg sýningarskrá með DVD disk.
Sýningin stendur til 1. september 2018.

The post From Iceland/Frá Íslandi – Samsýning í Hollandi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356