Ólöf Birna Blöndal opnar sýninguna Þótt líði ár og öld í Ráðhússalnum á Siglufirði þann 19.maí næst komandi. Sýningin stendur til 10.júní 2018.
Á sýningunni eru olíu- og olíupastelmyndir eftir Ólöfu. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninganna.
Um sýninguna segir Ólöf:
Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að setja upp fyrstu sýningu mína hér á
Siglufirði á 100 ára afmæli kaupstaðarins og minnast um leið aldarafmælis föður
míns Óla J. Blöndal.
Á sýningunni eru sýnishorn af viðfangsefnum mínum undanfarin ár. Þau hafa
færst frá mannamyndum yfir í landslag, frá hálendi og fjöllum til sanda og
stranda og nú síðustu ár til tjarna- og vatnagróðurs. Hef unnið mest í olíu og
olíupasteli auk þurrpensils-, kola- og þurrkrítarteikninga.
The post Ólöf Birna sýnir í Ráðhússalnum á Siglufirði appeared first on sím.