Þann 22. maí frá kl. 13-16, mun Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm segja frá þróun jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm.
Hilmar Sigurðsson er forstjóri Sagafilm sem setti sér jafnréttis og jafnlaunastefnu fyrir um ári síðan. Hann mun fara yfir reynsluna af innleiðingu á stefnu í fyrirtækinu og
ferilinn við að fá jafnlaunavottun sem er í gangi hjá Sagafilm og hvernig sú stefna hjálpaði fyrirtækinu að bregðast við þegar #meetoo kom upp á yfirborðið.
Við mælum eindregið með fyrirlestri Hilmars fyrir stjórnendur
Sagafilm og jafnréttis- og jafnlaunastefnan
Tímasetning
22. maí frá kl. 13:00 -16:00
Umsjón/leiðbeinandi:
Hilmar Sigurðsson, CEO Sagafilm
Við munum einnig bjóða upp á námskeið fyrir fólk á besta aldri sem vill átta sig
BHM hefur á undanförnum misserum verið bakhjarl í samstarfsverkefni sem nýtur stuðnings styrkjaáætlunar Erasmus+.
Yfirskrift námskeiðsins er „Að8sig – Ný tækifæri, sjálfskoðun og áræðni árin eftir fimmtugt“. Því er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf eða löngun til að vega og meta styrkleika sína og langanir, með það fyrir augum að þátttakendur skoði markmið sín og íhugi næstu skref.
BHM hefur ákveðið að halda fyrsta námskeiðið nú í maí/júní (samtals þrjú skipti) sem ætlað er aldurshópnum 50+.
Tímasetning:
Fimmtudagur 23. maí 13:00 – 16:00
Fimmtudagur 31. maí 13:00 – 16:00
Miðvikudagur 7. júní 13:00 – 16:00
Staðsetning:
Salur BHM, Borgartúni 6, 3 hæð, nafn salarins er Ásbrú
Kennarar:
Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi
Jóhanna Heiðdal, fræðslu- og jafnréttisfulltrúi BHM
Skráning fer að venju fram á vef BHM og verður opnað fyrir hana kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 15. apríl nk.
Skráning á vef BHM: https://www.bhm.is/um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu/
The post Sagafilm og jafnréttis- og jafnlaunastefnan appeared first on sím.