Listasafn Íslands, umræðuþræðir: Pari Stave
Fimmtudag 10. maí kl 20:00 í Hafnarhúsi
Þriðji gestur í röð Umræðuþráða árið 2018 er sýningarstjórinn og listfræðingurinn Pari Stave. Í fyrirlestri sínum mun hún fjalla um stöðu samtímalistar innan sögulegra listasafna (encyclopedic museum) og sýningarstefnu The Met Breuer.
Undanfarin ár hefur Pari Stave stýrt fjölmörgum sýningum tengdum ljósmyndun, grafík og skandinavískri myndlist. Þar má helst nefna Munch|Warhol and the Multiple Image; New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School; og Propagating Eden: Uses and Techniques of Nature Printing.
Hún sýningastýrði í samstarfi við Ingibjörgu Jóhannsdóttur sýningunni Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík í International Print Center New York sem opnar á Listasafni Íslands í maí. Hún ritstýrði ásam Rúrí sýningarskánni Hverfing|Shapeshifting.
Pari Stave hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan safnaheimsins. Í starfi sínu sem innan samtímalistadeildar Metropolitan Museum í New York hefur hún staðið fyrir sýningum íslenskra listamanna sem og stofnað til markvissrar söfnunar á íslenskri listasögu innan bókasafns Metropolitan safnsins.
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Lagt er upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður í fyrirlestraröð ár hvert. Þátttakendur í verkefninu eru virtir sýningarstjórar, fræði- og listamenn sem eiga merkan feril að baki á alþjóðlegum vettvangi.
Fyrirlestrar fara fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
The post Umræðuþræðir í Listasafni Íslands: Pari Stave appeared first on sím.