Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ný sýning í Gallerí 78: Frida Adriana „Freddý“ Martins

$
0
0

Sýning eftir Frida Adriana ,,Freddý” Martins opnar í Gallerí 78 Suðurgötu 3, kl. 16:00 – 18:00 n.k. laugardag, 28. apríl.

 

Opið er mánudaga til föstudaga

13:00 – 16:00 og eftir samkomulagi

(Upplýsingar í síma 786-7777)

 

Frida Adriana „Freddý“ Martins

Jurassic Post -the Lost Words
(Bréfaskipti eru lifandi risaeðla)

28.04.2018 – 30.06.2018

Frida Adriana „Freddý“ Martins fæddist í Þýskalandi undir fornafninu ,,hún” en upplifir sig nú sem kynsegin í víðfeðmu litrófi fjölmenningarheimsins. Freddý ólst upp hjá listhneigðum afa sínum og lærði myndlist hjá Wolfgang Duck og Jürgen Ritter. Í náminu var listaverkið sjálft og umræðan í kjölfar þess mikilvægri en tæknin og einkunnin. Þetta lífsviðhorf hefur mótað Freddý sem listamanneskju með ástríðu fyrir uppbyggilegri gagnrýni, stjórnmálum, mennta- og félagsmálum. Árið 1999 var Freddý skiptinemi við Alberta High School of Fine Arts í Kanada og lærði að berjast fyrir draumum sínum þó það kosti erfiðleika. Listsköpun Freddýs á árunum milli 2000 og 2003 bar merki þunglyndis og skipulagsleysis en við komuna til Íslands árið 2004 hófst litríkt ferðalag til sjálfsuppgötvunar og samvinnu við fólk sem getur séð ÞAU Freddý sem sjálfstæða heildarmynd. Á Íslandi fæddust tvær og hálf skáldsaga, útvarpsþáttur, youtube-rás, tvær teiknimyndasögur og ýmsar myndlistarsýningar, oftast með dýraþema í dæmisagnastíl, t.d. „Colourful Dreams of the Dreaming Seashell“ (2009), „Jónína og Hvalurinn“ (2012), og „Pöndur og Vonarblóm“ (2016).

Grunnstef sýningarinnar er að bréfaskriftir með penna og pappir eru orðnar að risaeðlu á okkar rafrænu tímum; iðja sem ekki má deyja út eins og risaeðlur fortíðarinnar. Bréfaskriftir eru athyglisverð, fjölbreytt, og dularfull athöfn sem við fyrstu sýn gæti dáið út á örtækni öld. En líkt og vísindin hafa fundið út að sumar risaeðlur lifa áfram sem fuglar, má segja að sendibréf geti lifað sem vitnisburður um fólk en ekki sem hugmynd um fornaldarskrímsli á borð við T-Rex. ,,Sendibréf”, segir Freddý, ,,eru kærkomin hvíld á hraðferð okkar með snjallsíma. Bréf í póstkassa getur verið eins og lóa sem er komin heim eftir langan vetur. Með verkum mínum vil ég setja bréfsefnishönnun, skrautbréf og póstkort í öndvegi (ekki láta strigan pirra þig) til að minna fólk á að hægja ferðina; velja orðin af kostgæfni og íhuga hvað skiptir máli í raun og veru. Á þennan hátt vil ég setja fram tilfinningu mína fyrir póst-list (e. Mail-Art).”

The post Ný sýning í Gallerí 78: Frida Adriana „Freddý“ Martins appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356