Næsta laugardag, 29. apríl kl. 14, opnar sýningin FUSION í Nordiska Akvarellmuseet í Svíþjóð, samsýning sem sett er upp í öllum sölum safnsins. Þar munu íslenska listakonan Sigga Björg og finnska listakonan Katja Tukiainen sýna stóra veggmynd/innsetningu, auk þess sem Sigga Björg sýnir stórar teikningar, vídeó og skúlptúra.
Listamenn á sýningunni eru: Petri Hytönen, Adam Saks, Lars Lerin, Katja Tukiainen, Sigga Björg Sigurðardóttir, Michael Kvium, Julie Nord, Arto Korhonen, Elina Merenmies, Astrid Svangren, Jukka Korkeila
The post Sigga Björg sýnir í Akvarellmuseet í Svíþjóð appeared first on sím.