FUNDARBOÐ
AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
verður haldinn 26. maí 2018 í SÍM – Húsinu, Hafnarstræti 16,
Kl. 13:00 – 15:00
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál
Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2018 rann út 26. mars s.l.
Eftirtalin framboð bárust:
Til formanns:
(smellið á nöfn frambjóðenda hér fyrir ofan til að sjá stutta kynningu)
Til stjórnar:
- Ragnhildur Lára Weisshappel
- Páll Haukur Björnsson
- Hildur Henrýsdóttir til varamanns.
Þar sem ekki bárust fleiri framboð til stjórnarsetu í SÍM, teljast ofangreindir frambjóðendur til stjórnar sjálfkjörnir.
Eingöngu verður kosið um formann í ár.
Allir skuldlausir félagsmenn (sem hafa greitt félagsgjald 2018 ) hafa atkvæðisrétt. Kosið er rafrænt. Fullgildir félagsmenn fá atkvæði sitt sent í tölvupósti sem vefslóð. Opna skal slóðina og merkja við 0-1 formann. Kjörfundur mun standa yfir í 3 daga, frá 23. maí og til kl. 13:00 þann 26. maí.
Athugið að einungis er hægt að senda atkvæðið einu sinni.
Þeir félagsmenn sem enn skulda félagsgjöld ársins 2018 og/eða eldri eru hvattir til að greiða þau tímanlega, að öðrum kosti fá þeir ekki sent atkvæði og geta ekki nýtt atkvæðisrétt sinn.
Skrifstofa SÍM
The post FUNDARBOÐ: AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA appeared first on sím.