Ég hef verið félagi í SÍM síðastliðin 12 ár og starfa í dag sem myndlistarmaður, kennari og verkefnastjóri.
Eftir lok myndlistarnáms frá Listaháskóla Íslands árið 2003 hef ég sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Einnig stundaði ég myndlistarnám við Central Saint Martins í London og Accademia di Belle Arti í Bologna. 2011 lauk ég mastersnámi í listkennslu frá LHÍ og viðbótar diplómanámi á MA stigi í safnafræði við HÍ 2013.
Samhliða starfi mínu sem myndlistarmaður hef ég komið að ýmsum verkefnum tengdum starfsumhverfi myndlistar m.a. komið að rekstri Hverfisgallerís sem aðstoðar framkvæmdarstjóri. Unnið sem kennari í Tækniskólanum, kennt lita- og formfræði. Unnið að verkefnum fyrir Myndlistarráð, Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands og SÍM auk þess hef ég setið í ráðum og stjórnum á sviði hönnunar og myndlistar.
Reynsla mín og þekking á ólíkum sviðum myndlistar getur stutt við og eflt það góða starf sem sambandið hefur unnið að á undanförnum árum.
The post Ásdís Spanó appeared first on sím.