Sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi kl. 14.30 til 15.30 verður boðið í sunnudagskaffi með J Pasila. Hún mun kynna verk sín og spjalla við gesti. Að erindi loknu er boðið uppá kaffiveitingar og eru allir velkomnir. Ath. erindið er á ensku.
J Pasila er listamaður með bakgrunn í ljósmyndun, videó og arkitektúr. Um þessar mundir býr hún og starfar ýmist í Brooklyn, NY eða á Siglufirði. Hún hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Siglufirði og vinnur nú að sýningu sem sett verður upp í NYC á næstunni. J Pasila hefur unnið með ýmsum listamönnum og undanfarin 5 ár verið meðlimur í “dust” listahópnum í París.
Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
The post Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði appeared first on sím.