Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sunnudagsspjall með Brynhildi og Guðrúnu á sýningunni Verulegar í Listasafni Árnesinga

$
0
0

Sunnudaginn  28. janúar kl. 15:00 verða listamennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir í Listasafni Árnesinga og ræða við gesti um verk sín. Hvernig kallast verk þeirra beggja á, annars vegar skúlptúrar en hins vegar málverk. Örva þau skilningarvit okkar? Sjón er sögu ríkari og heimsókn skemmtilegt viðfangsefni, ekki síst þegar hægt er að ræða við listamennina um útfærsluatriði og hugmyndirnar sem liggja verkunum til grundvallar. Þá er líka áhugavert að heyra túlkun gesta og enn fleiri hugmyndir sem vakna.

Hvernig er hægt að mála málverk sem er 4 x 4 metrar að stærð og hvernig er að koma því fyrir til sýningar? Verkið ber titilinn Fjórða víddin og er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur. Aðalefniviður þess er olíulitir á striga en einnig notast Guðrún við ösku og skíragull. Utandyra má líka sjá stóran skúlptúr sem er tæpir 3 metrar á hæð og amk 2 metrar í þvermál sem ber það virðulega nafn  Árnesingur og höfundurinn er Brynhildur Þorgeirsdóttir. Verkið er að magni til úr steypu, en einnig hefur Brynhildur unnið með resín og ljós í verkinu. ´Ekki að ósekju að sýningin hafi fengið heitið Verulegar sem vísar bæði í veruleg verkin, verulega listamenn sem og verur því bæði Brynhildur og Guðrún fást við fígúratífa list. En verkin eru líka óræð og sækja í fantasíuna.

Flest verkanna á sýningunni eru unnin á síðustu þremur árum en einnig eru þar fáein verk  frá upphafi ferils þeirra þar sem greina má tíðaranda níunda áratugarins þegar form og inntak verkanna birtu viðhorf í andstöðu við hefbundna myndlist þess tíma. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri en Heiðar Kári Rannversson listfræðingur ritar grein í sýningarskrá sem gefin er út um sýninguna.

Sýningin hefur verið framlengd til 25. febrúar.

Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

The post Sunnudagsspjall með Brynhildi og Guðrúnu á sýningunni Verulegar í Listasafni Árnesinga appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356