Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Samastaður- SÍM salurinn, föstudaginn 12.september kl.17-19.

$
0
0
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Steinunnar Önnudóttur, Samastaður, sem opnar í SÍM salnum föstudaginn 12.september kl.17-19. 
Um sýninguna:
Allir þurfa sinn samastað, samsettan af hlutum úr ýmsum áttum, haganlega komið fyrir í kassa, litlum eða stórum, niðurhólfuðum eða holum. 

Hvaðan koma þessir hlutir. Sumir voru vandlega valdir, suma hlotnaðist, aðra áskotnaðist og enn aðra sat, ábúandinn, uppi með. Það er líka val að geyma.

Sumir segja sögu, standa sem heimild um liðna tíð, stakan atburð eða tímabil.
Sumir eru þeir nytsamlegir og þá ýmist haganlega gerðir eður ei.
En hinir tjá eitthvað annað. Einhverja hugmynd um annan tíma, eða veruleika. Annað sjálf, aðra sögu. Þeir eru ítarlegri skilgreining á búandanum. Stiklur sem skírskota út fyrir kassann.
Þannig á búandinn sér heim sem takmarkast ekki við endimörk kassans.

Hvað ræður því hverjir og hvernig þessir hlutir eru.
Tíðarandinn hefur sitt að segja, en hann er ekki einráður.
Æskuheimili og fyrri íverustaðir. Ferðalög og framandi menningarheimar. Ævintýraheimar. Kvikmyndaheimar. Afmörkuð tímabil í sögunni. Öll reynsla leggur sitt af mörkum til að móta efnisheim einstaklingsins.

En er hægt að yfirgefa sinn efnisheim. Má fara í heimsókn í efnisheim annarra?
Það má reyna.

 
Steinunn Önnudóttir úrskrifaðist með BA í myndlist (Audiovisual) frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, árið 2011. Hún lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Steinunn býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarýmið Harbinger. Samastaður er hennar fyrsta einkasýning.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356