Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ragnheiður Björk Þórsdóttir opnar sýninguna Rýmisþræðir í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

$
0
0

Laugardaginn 12. september kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýning á verkum Ragnheiðar Bjarkar Þórsdóttur undir yfirskriftinni Rýmisþræðir.

Þræðir tengja Ragnheiði Björk við lífið, upprunann og uppsprettuna. Þeir eru í senn efniviðurinn og viðfangsefnið í listsköpun hennar og mynda uppistöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráðum. Meðan á sýningunni stendur mun Ragnheiður reglulega vinna við vefnað í vefstöðum og myndvefnaðarstól.

Eftir brautskráningu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984 stundaði Ragnheiður meistaranám í textíl við John F. Kennedy University frá 1984-1985. Hún lauk uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1990 og lauk M.Ed. námi frá Háskólanum á Akureyri 2009. Samhliða því að starfa sem textíllistamaður hefur Ragnheiður verið kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri í 27 ár og er jafnframt formaður Félags íslenskra vefnaðarkennara. Ragnheiður var bæjarlistamaður á Akureyri 2014 – 2015.

Sýningin Rýmisþræðir stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356