Leiðsögn: Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Sunnudag 29. október kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum
Leiðsögn um sýninguna Leiðangur með Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, sýningarstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, og Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur, forstöðumanni rannsókna og nýsköpunar við Listaháskóla Íslands. Ólöf Gerður skrifaði grein í sýningarskrá sýningarinnar Leiðangur þar sem hún fjallar um hvernig aðferðafræði rannsóknarlistar birtist í verkum Önnu.
Í innsetningum Önnu Líndal má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjám sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða. Undanfarin ár hefur Anna unnið með vísindalegar rannsóknir og skrásetningar í tengslum við leiðangra Jöklarannsóknarfélags Íslands og skapað marglaga listaverk sem er fróðlegt og spennandi að fá að kynnast nánar.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
The post Leiðsögn: Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sunnudag 29. október kl. 14 á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.