Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Gröndal og myndlistin

$
0
0

GRÖNDAL OG MYNDLISTIN

Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, spjallar um myndlistarmanninn Benedikt Gröndal Í Gröndalshúsi þriðjudaginn 24. október kl. 20:00.

Benedikt Gröndal (1826-1907) var bæði skáld og myndlistarmaður og raunar margt fleira. Honum hefur þó ekki verið haldið á lofti sem miklum myndlistarmanni og er til að mynda ekki getið í myndlistarsögu Íslands sem kom út fyrir nokkrum árum. Gröndal var sjálfmenntaður í myndlist og bæði teiknaði og málaði, en á síðari árum hafa teikningar hans af dýrum í íslenskri náttúru orðið þekktar í kjölfar útgáfu á bókunum Dýraríki Íslands og Íslenskir fuglar.

Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands telur framlag Gröndals vanmetið og hér mun hann gefa okkur mynd af myndlistarmanninum Gröndal og og setja hann í samhengi við list 19. aldar.

 

Sjá nánar um viðburðinn hér:

https://www.facebook.com/events/787236108116097/?acontext=%7B%22action_history%22%3A%22[%7B%5C%22surface%5C%22%3A%5C%22page%5C%22%2C%5C%22mechanism%5C%22%3A%5C%22page_upcoming_events_card%5C%22%2C%5C%22extra_data%5C%22%3A[]%7D]%22%2C%22has_source%22%3Atrue%7D

Bókmenntaborgin fagnar afmælismánuði Benedikts Gröndals skálds í október. Frítt verður inn í Gröndalshús allan mánuðinn á opnunartíma hússins, fimmtudaga – sunnudaga kl. 13 – 17. Einnig er frítt inn á alla viðburði í húsinu í október.

The post Gröndal og myndlistin appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356