Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sýningaropnun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

$
0
0

TVEIR SAMHERJAR
Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Sýningaropnun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Birgitta Spur sýningarstjóri opnar sýninguna laugardaginn 21. október kl. 15. 

Sigurjón Ólafsson (1908–1982) og Asger Jorn (1914–1973) voru báðir áhrifavaldar í framúrstefnulistinni í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar og áttu í nánum tengslum þar til Sigurjón hvarf til Íslands að stríði loknu. Báðir tóku þeir þátt í tímamótasýningunum Linien 1937, Skandinaverne 1939 og Teltudstillingen 1941.

Sumarið 1967 kom Asger til Íslands og var hann þá að undirbúa hið mikla bókverk um fornnorræna myndlist. Hann hafði meðferðis nokkur grafísk verk sem hann, að tillögu Sigurjóns, gaf Félagi íslenskra myndlistarmanna til að afla tekna fyrir fyrirhugaðan sýningarsal. Listasafn Íslands keypti verkin. Síðar var Listasafninu gefið málverkið Tron II sem Asger hafði gefið Sigurjóni á Danmerkurárum hans.
Með því að stilla saman þeim listaverkum eftir Asger Jorn sem eru í eigu Listasafns Íslands og völdum verkum Sigurjóns frá svipuðum tíma, er efnt til samtals sem ætlað er að varpa ljósi á ókönnuð tengsl milli þessara áhrifamiklu listamanna.

Sunnudagsleiðsögn verður um sýninguna þann 22. október kl. 15 í fylgd Birgittu Spur.

Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 – 17.

Birgitta Spur sýningarstjóri veitir upplýsingar um sýninguna. Hún er síma 553 2906.

The post Sýningaropnun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356