Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Tvær sýningaopnanir í Hafnarhúsi, leiðsögn, umræðuþræðir, listin talar tungum og vetrarfrí

$
0
0

Tvær sýningaopnanir í Hafnarhúsi, leiðsögn, umræðuþræðir, listin talar tungum og vetrarfrí

 

Föstudag 13. október kl. 20.00

Á sýningunni Stór-Ísland verða sýnd verk sjö listamanna, það eru Anna Hallin, Claudia Hausfeld, Jeannette Castioni, Joris Rademaker, Rebecca Erin Moran, Sari Cedergren og Theresa Himmer. Listamennirnir koma frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Danmörku en hafa búið og starfað á Íslandi um lengri eða skemmri tíma.

Listamennirnir fengu frjálsar hendur við að velja hvaða verk þeir vildu sýna. Áhrifin gætu orðið eitthvað í líkingu við að heyra nokkur móðurmál töluð í einu. Stór-Ísland getur verið staður þar sem listin afhjúpar ólýsanlegar tilfinningar og túlkar hugtök með ímyndum sem standa stakar en ekki einar. Sýningarstjóri er Fee Quay.

Sýningin Garður er hluti af D-salarröð Listasafns Reykjavíkur. Þrítugasti og fyrsti listamaðurinn sem sýnir í D-salnum að þessu sinni er Anna Rún Tryggvadóttir.

Náttúrunni í Garði Önnu Rúnar hefur verið umbreytt. Hún tekur á sig ófyrirséðar myndir þegar ólík efni mætast og finna sér sinn eigin farveg innan rammans sem sýningin býður upp á. Umbreytingarferlið verður áhorfendum ljóst og verkin verða síbreytileg í efnislegum gjörningi. Sýningarstjóri er Edda Halldórsdóttir.

Arna Schram, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs opnar sýningarnar.

 

Laugardag 14. október kl. 14.00

Leiðsögn um sýninguna Garður með listakonunni Önnu Rún Tryggvadóttur og Eddu Halldórsdóttur sýningarstjóra.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

 

Fimmtudag 12. október kl. 21.00
Umræðuþræðir Bylting hárlausa mexíkóska hundsins 

Gabriel Mestre Arrioja er rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Heiti erindis hans er Mexican Hairless Dog’s Revolution (Bylting hárlausa mexíkóska hundsins).

Í erindinu fjallar hann um kynþáttafordóma í Mexíkó sem eru arfleifð nýlenduhugsunar allt frá 17. öld. Þeir endurspeglast meðal annars í starfsemi opinberra stofnana sem miðar að því að draga úr menningarmun, hagræða og þurrka út ýmsa kima menningar frá því fyrir nýlendutímann.

Fyrirlestur Gabriel Mestre verður fluttur á Mexíkó spænsku og þýddur yfir á íslensku.

Aðgangur á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

 

Laugardag 14. október kl. 13.00 – Kjarvalsstaðir
Listin talar tungum
Polski | Pólska

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Næstu laugardaga kl. 13.00 verður boðið upp á leiðsagnir um sýninguna á frönsku, portúgölsku, sænsku, ensku, filippseysku auk sjónlýsingar og íslensku fyrir byrjendur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Verið velkomin á Kjarvalsstaði á laugardögum. Minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!

 

19.-23. október – Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn

Vetrarfrí
Fjölbreytt dagskrá
Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna.

Í Hafnarhúsi verður Erró-smiðja fyrir fjölskyldur og á Kjarvalsstöðum verður fjölskylduskemmtun í samstarfi við frístundamiðstöðina Tjörnina – bæði föndursmiðjur og LARP í anda Game of Thrones.

Í Ásmundarsafni verður teikninámskeið fyrir 8-12 ára og á Kjarvalsstöðum verður örnámskeið fyrir 6-10 ára í tengslum við sýningu Önnu Líndal, Leiðangur.

Dagskrána má nálgast á heimasíðu safnsins.

The post Tvær sýningaopnanir í Hafnarhúsi, leiðsögn, umræðuþræðir, listin talar tungum og vetrarfrí appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356