Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Þriðjudagsfyrirlestur – Päivi Vaarula: Being a textile artist

$
0
0

Þriðjudaginn 10. október kl. 17-17.40 heldur finnska textíllistakonan Päivi Vaarula Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Being a textile artist. Þar mun hún fjalla um list sína og starfsferil. Aðgangur er ókeypis.
Päivi Vaarula hefur sýnt víða á Norðurlöndum sem og í Evrópu og Japan, haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í 20 samsýningum. Hún starfar um þessar mundir við kennslu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Vaarula er með mastersgráðu í textílhönnun og hefur kennt fagið og haldið fyrirlestra víða um lönd síðastliðin 30 ár.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.

The post Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Þriðjudagsfyrirlestur – Päivi Vaarula: Being a textile artist appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356