Leiðsögn með listamanni og sýningarstjóra
Sunnudag 8. október kl. 14.00 |
Leiðsögn um sýninguna Leiðangur með Önnu Líndal og Ólöfu K. Sigurðardóttur, sýningarstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur |
The post Leiðsögn með listamanni og sýningarstjóra, sunnudag 8. október kl. 14.00 appeared first on sím.