Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Námskeið á vegum BHM á Akureyri – haustönn 2017

$
0
0

 

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga norðan heiða upp á námskeið í samstarfi við Akureyrarbæ.

Eftirtalin námskeið verða í boði á Akureyri nú á haustönn. Sem fyrr þarf að skrá þátttöku fyrirfram á vef BHM.

Opnað verður fyrir skráningar kl. 12:00 föstudaginn 6. október nk.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrst koma, fyrst fá.

___

 

Vinnutengd streita og kulnun

Dagsetning: 07.11.2017

Tími: 12:30-15:30

Staðsetning: Lionssalurinn í Skipagötu

Umsjón/leiðbeinandi: Starfsfólk Hugtaks – mannauðsráðgjafar ehf.

Lýsing: Heilsa er mikilvægur hluti í lífi starfsmanna og vinnustreita er eitthvað sem ber að forðast eða læra að takast á við á þann hátt að dragi úr neikvæðum afleiðingum. Vinnustreita getur haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir starfsfólk sem og fyrirtæki í heild og langvarandi streita getur leitt til kulnunar í starfi. Gagnlegt er fyrir alla að starfsmenn og stjórnendur að þeir læri að stjórna þeim þáttum starfsins sem þeir geta og læri að þekkja inn á eigin viðbrögð við streitu.

 

Skrá þátttöku

___

 

Námskeið um fundarsköp, fundarstjórn og fundarritun

Dagsetning: 16.11.2017

Tími: 13:00-16:00

Staðsetning: Lionssalurinn í Skipagötu

Umsjón/leiðbeinandi: JCI Ísland

Lýsing: Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað. Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hvers konar, úrskurði deilumála o.fl. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund. Flesta fundi þarf að rita. Þegar slíkt er ekki gert eða illa gert þá lýsir það sér í löngum fundarsetum sem nánast eru til einskis þar sem fundirnir skilja lítið eftir sig og ákvörðunum og framkvæmdum er illa fylgt eftir. Þetta námskeið þjálfar þátttakendur til að geta verið fundarritarar á öllum fundum, allt frá stórum aðalfundum niður í einfalda fundi hjá nefndum eða vinnuhópum.  Tilgangurinn er að þátttakendur geti skráð gerðir funda beint í fundagerðabók til upplestrar og samþykktar í fundarlok.

 

Skrá þátttöku

___

 

Núvitund

Dagsetning: 29.11.2017

Tími: 14:00-16:00

Staðsetning: Lionssalurinn í Skipagötu

Umsjón/Leiðbeinandi: Margrét Gunnarsdóttir, MSc, sálmeðferðarfræðingur og sjúkraþjálfari

Lýsing: Á þessu 2ja tíma námskeiði verður farið í hvernig hægt er að útfæra núvitund til að bæta samskipti. Byrjað er á að rifja upp grunnatriði núvitundar. Í framhaldi er skoðað hvernig hægt er að þjálfa með sér núvitund í samskiptum. Að tileinka sér núvitund og getu til að njóta líðandi stundar gegnum einstaklingsþjálfun og iðkun er eitt. Það að viðhalda núvitundarástandi í samskiptum við aðra, sér í lagi ef um krefjandi samskipti í einkalífi eða starfi er að ræða, er næsta þrep. Kenndar verða æfingar þar sem tengsl við eigin skynjun og upplifun, s.s. öndun, líkamsvitund, hugsanir og tilfinningar, eru lykilþættir. Á námskeiðinu gefst þannig tækifæri til að fá grunnþjálfun í hvernig hægt er að tileinka sér núvitund í samskiptum við aðra.

 

Skrá þátttöku

The post Námskeið á vegum BHM á Akureyri – haustönn 2017 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356