Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sýningaropnun, gjörningur og opnunarhóf RIFF

$
0
0

Sýningaropnun, gjörningur og opnunarhóf RIFF
Fimmtudag 28. september kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Sýning Pierre Coulibeuf, Tvöföldun, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudag 28. september kl. 20.00. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýninguna. Við sama tækifæri verður Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sett í Hafnarhúsinu.

Á sýningunni eru þrjú myndbandsverk eftir Coulibeuf, The Panic Monkey (2017), Dédale (2009) og Delectatio morosa (1988/2006). Þau eru til sýnis á annarri hæð Hafnarhússins þar sem mynd og hljóð kallast á með seyðandi hætti í umfangsmiklum innsetningum. Nýjasta verkið var unnið í samstarfi við dansarana Ernu Ómarsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og skotið í Hafnarhúsinu. Erna og Lovísa Ósk flytja dansgjörning á opnunarkvöldinu.

Kvikmyndagerðar- og myndlistarmaðurinn Pierre Coulibeuf er fæddur í Frakklandi árið 1949. Síðustu tuttugu ár hefur hann stýrt yfir þrjátíu myndum, ýmist stuttmyndum eða kvikmyndum í fullri lengd. Hann byggir verk sín á ýmsum greinum samtímalistar, svo sem málverki, kóreógrafíu, gjörningi, ljósmyndun og bókmenntum.

Áður hefur hann unnið verk innblásin af og í samstarfi við Pierre Klossowski, Michelangelo Pistoletto, Marinu Abramovic, Michel Butor, Jean-Marc Bustamante, Jan Fabre, Meg Stuart og Angelin Preljocaj. Sýningin er uppi á sama tíma og RIFF kvikmyndahátíðin, þar sem valdar kvikmyndir Coulibeufs verða á dagskrá.

RIFF opnunarhóf
Samhliða opnun sýningarinnar Tvöföldun verður opnunarhóf RIFF haldið í Hafnarhúsinu. Gestgjafi verður Jóhann Alfreð Kristinsson. Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir flytur árlega hátíðargusu kvikmyndargerðarmanna og Styrmir Hansson þeytir skífum frameftir kvöldi.

Í samstarfi við RIFF verður kvikmyndin Union of the North eftir Matthew Barney, Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson sýnd í Hafnarhúsinu föstudaginn 29. september kl. 15.45. Myndin er hluti af FÓRN – listahátíð íslenska dansflokksins.

Vegna sýningaskipta verður Hafnarhúsið lokað dagana 25., 26., 27. og 28. september.

The post Sýningaropnun, gjörningur og opnunarhóf RIFF appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356